Viðskipti erlent

Hættir að tryggja viðskipti Baugs við birgja í Bretlandi

Euler Hermes einn af stærstu lánatryggjendum í Bretlandi hefur hætt að tryggja viðskiptaskuldir birgja við nokkur fyrirtækja Baugs í Bretlandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Independent on Sunday í dag.

Talsmaður Baugs segir í samtali við blaðið að Baugur að þessi ákvörðun hafi komið þeim á óvart og þeir telji að hún byggi á misskilningi á áhrifum af efnahagsástandinu á Íslandi. Ástandið komi ekki við kaunin á Baugi í Bretlandi þar sem fyrirtækin þar séu fjármögnuð af alþjóðlegum bönkum og standi sig vel miðað við markaðsaðstæður.

Atradius stærsti lánatryggjandi Bretlands hefur ekki hætt viðskiptum við Baug og samkvæmt heimildum The Independent eru talsmenn Atradius gáttaðir á ákvörðun Euler.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×