Viðskipti erlent

Bretar í vandræðum með að taka út af Icesave-reikningum

Bretar hafa átt í vandræðum með að taka út af Icesave reikningum sínum í gær og í dag. Talsmenn Icesave, sem er netbanki Landsbankans í Bretlandi, segja að bilun í tölvukerfi þeirra sé um að kenna.

Samkvæmt frétt á vefsíðu breska blaðsins The Times hafa margir Bretar átt í vandræðum með að tengjast Icesave-reikningum sínum í gegnum tölvu.

Á vefsíðu Icesave í gær segir að þeir hafi átt í tímabundnum erfiðleikum með tölvukerfi sitt og að tölvusérfræðingar þeirra hafi nú fundið lausn á þessu vandamáli.

Times segir að erfiðleikarnar virðist ekki að baki í dag því fólk sem haft hefur samband við blaðið segir að þótt vefsíðan sé komin upp aftur sé ekki hægt að taka peninga út af reikningunum í gegnum hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×