Viðskipti erlent

Fjármálakreppan á Íslandi gæti haft áhrif á Skota

Skoska blaðið Sunday Mail segir í morgun að fjármálakreppan á Íslandi geti haft áhrif á stærstu verslunakeðjur Skotlands. Sérstaklega er vísað til búða á vegum keðjanna Iceland og Jenners og einnig House of Fraser sem er sameiginlega í eigu Baugs og skoska auðjöfursins Tom Hunter.

Blaðið segir þessa aðila hafi tekið stór lán fyrir kaupunum. Hunter vildi ekki ræða við blaðið þegar eftir því var leitað. Heimildarmaður blaðsins segir búðirnar í vanda ef nýir fjárfestar fáist ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×