Viðskipti erlent

Búið að loka Icesave reikningum í Bretlandi

Búið er að loka Icesave reikningum í Bretlandi og frysta innistæðurnar á þeim. Icesave er netbanki Landsbankans í Bretlandi.

Samkvæmt frétt í The Times segir að þeir 300.000 Bretar sem eiga innistæður á Icesave geti ekki tekið þær út. Á vefsíðu netbankans segir einfaldlega að í augnablikinu taki Icesave ekki við innleggi, né borgi út af reikningum. Beðist er afsökunar á þessu og jafnframt sagt að nánari upplýsingar verði gefnar síðar.

Samkvæmt ákvörðun bresku stjórnarinnar eru upphæðir á innistæðureikningum tryggðar upp að 50.000 pundum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×