Viðskipti erlent

Danske Bank tapar 36 milljörðum kr. á útlánum

Danske Bank mun tapa 36 milljörðum kr. eða 1,8 milljarði danskra kr. á útlánum sínum á þriðja ársfjórðungi ársins.

Þar að auki mun björgunarpakkinn sem danska ríkisstjórnin kynnti í gærkvöldi kosta bankann um 50 milljarða kr. í viðbót eða 2,5 milljarða danskra kr.

Þetta hefur leitt til þess að hlutir í bankanum hafa fallið um 10% í morgun í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Erfiðleika Danske Bank má að stórum hluta rekja til gjaldþrots Lehman Brothers en bankinn tapaði verulegum upphæðum á því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×