Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina 7. október 2008 21:41 Miðlarar á bandarískum fjármálamörkuðum í vikunni. Mynd/AP Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira