Viðskipti erlent

Gengi DeCode hefur aldrei verið lægra

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 10,81 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 33 sentum á hlut.

Lokagengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið lægra.

Rætt var um það í fyrir hálfum mánuði að gengið mætti ekki vera undir einum dal og teljast til aurabréfa (e. penny-stocks) lengur en í 30 daga.

Gerist það hafa fyrirtæki sem falla í þann flokk 180 daga til að koma bréfunum upp fyrir dalinn. Takist það ekki gætu þau átt hættu á að verða afskráð.

Gengi bréfa í DeCode hefur nú legið undir dalnum í rúmar þrjár vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×