Viðskipti erlent

Seðlabanki Danmerkur hækkar stýrivexti í 5%

Seðlabanki Danmerkur hefur, öllum að óvörum, hækkað stýrivexti sína um 40 punkta og í 5%. Ástæðan er neikvæður vaxtamunur við evrusvæðið og mikið útstreymi af gjaldeyri frá landinu.

Hvað gjaldeyrisútstreymið varðar hefur seðlabankinn neyðst til að grípa inn í markaðinn til að styðja dönsku krónuna að því er segir í tilkynningu frá bankanum um stýrivaxtahækkunina. Inngripið hefur nú vaxið í það að bankinn hækkar vexti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×