Viðskipti erlent

Líkur aukast á að bandaríska björgunarðagerðin verði samþykkt

Líkurnar á að björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar verði samþykkt í fulltrúadeild bandaríkjaþings hafa aukist verulega. Þetta hefur leitt til þess að verð á hlutabréfum í framvirkum samningum hækka nú í Bandaríkjunum.

Tillagan um 700 milljarða dollara björgunaraðgerð var felld í fulltrúadeildinni með 12 atkvæða meirihluta. Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni hafa átta af þessum 12 þingmönnum nú sagt að þeir muni greiða atkvæði með aðgerðinni og fjórir segjast vera að íhuga að breyta afstöðu sinni yfir í já.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×