Viðskipti erlent

Segja að Nordea sé með FIH-bankann í sigtinu

Sænskir greinendur telja að Nordea hafi áhuga á að kaupa FIH-bankann danska af Kaupþingi. Fyrr í dag komu fréttir um að Nordea gæti hugsað sér að kaupa eitthvað af eigum Kaupþings á Norðurlöndunum.

Kaupþing keypti FIH af Swedbank árið 2004 og borgaði fyrir rúmlega 224 milljarða kr. miðað við gengi krónunnar í dag. FIH hefur gengið vel og nefna má að bankinn skilaði hagnaði upp á tæplega 18 milljarða kr. í fyrra.

Önnur bankakaup sem sögð eru koma til greina eru að sænskir stórbankar kaupi BN Bank af Glitni í Noregi.

Pål Ringholm hjá greiningu First Securities segir að hann telji að margir norrænir stórbankar hafi áhuga á að kaupa erlendar eigur Kaupþings. Hinsvegar telur hann að enginn hafi áhuga á að kaupa Kaupþing í heilu lagi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×