Viðskipti erlent

Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði

Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með blóðbaði í morgun eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum. C20-vísitalan féll um sex prósent og eru það bankarnir Danske Bank og Nordea sem leiða lækkunina.

Þessar lækkanir koma í kjölfar þess að danska ríkisstjórnin og aðilar á fjármálamarkaði þar samþykktu seint í gærkvöldi björgunarpakka upp á 35 milljarða danskra króna eða um 700 milljarða króna.

Þá féll FTSE-vísitalan í London um fimm prósent við opnun markaðarins í morgun. Þar er beðið yfirlýsingar frá Alistair Darling fjármálaráðherra seinna í dag um hvort breska ríkisstjórnin muni bjóða þarlendum bönkum upp á björgunarpakka.

Sömu sögu er að segja um alla Evrópu. Dax-vísitalan í Þýsklandi lækkar um tæp fimm prósent og sömu sögu er að segja frá Frakklandi. Þá opnar kauphöllin í Osló í mínus 6,6 prósentum sem er ein versta byrjun þar í manna minnum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×