Viðskipti erlent

deCode á athugunarlista Nasdaq

MYND/Stefán

deCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á það á hættu að vera hent út úr Nasdaq Global markaðnum þar sem gengi bréfanna hefur lækkað mikið.

Eftir því sem segir í tilkynningu deCode hefur verðgildi hlutabréfa fyrirtækisins verið undir 50 milljónum dollara, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, í tíu daga og samkvæmt reglum Nasdaq fer fyrirtækið þá á athugunarlista. Hlutir deCode eru 50 milljónir og því þurfa þeir að vera yfir einum dollara til þess að uppfylla kröfur markaðarins.

Forsvarsmenn þess hafa nú til 30. október til þess að uppfylla kröfurnar. Takist fyrirtækinu að halda virðinu yfir 50 milljónum dollara tíu daga í röð verður hægt að endurskoða stöðu þess. Að öðrum kosti verður félagið afskráð af Global-markaðnum. Þá ákvörðun getur deCode borið undir sérstaka nefnd en verði niðurstaðan sú sama þar getur deCode sótt um aðgengi að svokölluðum Nasdaq Capital markaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×