Viðskipti erlent

Næst stærsti banki Þýskalands á leið í gjaldþrot

Hypo Real Estate, næst stærsti banki Þýskalands, rambar nú á barmi gjaldþrots eftir að snurða hljóp á þráðinn í viðræðum um björgun bankans.

Samtök þýskra fjármálastofnana ætluðu að kaupa bankann með hjálp þýskra stjórnvalda. Þær viðræður runnu út í sandinn þegar fjármálastofnanirnar vildu ekki leggja fram þrjátíu og fimm milljarða evra til kaupanna.

Sérfræðingar segja ljóst að bankinn fari á hausinn innan fárra daga verði ekkert að gert. Þýsk stjórnvöld segja að allt verði gert í dag til að fá þá banka sem að málinu komu aftur að samningaborðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×