Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og í morgun var Brent-olían komin í 86,7 dollara á tunnuna sem er 5 dollurum lægra en s.l. föstudag.

Sömu sögu er að segja af WTI-olíunni sem hefur lækkað úr 96 dollurum og niður í 90,7 dollara í morgun.

Ástæðan fyrir þessum lækkunum er einföld. Kreppuástandið sem breiðir sig nú um allan heiminn þýðir að eftirspurn eftir olíu hefur hrapað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×