Viðskipti erlent

Danski björgunarpakkinn gæti kostað FIH-bankann 30 milljarða kr.

Hætta er á að FIH bankinn í Danmörku standi uppi með tap upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða sem svarar rúmlega 30 milljörðum kr. ef hinn nýi björgunarpakki danskra stjórnvalda verður nýttur til hins ítrasta.

Samkvæmt björgunarpakkanum eiga betur stæðir og stórir bankar að veita minni og verr stæðum bönkum Danmerkur fjárhagsaðstoð í samræmi við stærð sína og styrk.

Að sögn Börsen skuldbindur björgunarpakkinn FIH-bankann, sem er í eigu Kaupþings, til þess að veita aðstoð upp á tæplega 633 milljónir danskra króma, eða um 13 milljörðum kr. á næstu tveimur árum. Þar til viðbótar kemur væntanlega stór hluti af 20 milljarða danskra króna aukaframlagi samkvæmt björgunarpakkanum.

Í tilkynningu frá FIH bankanum er tekið fram að hann sé danskur banki og starfi samkvæmt dönskum lögum. Þá eigi bankinn ekkert inni á Íslandi eða hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Kaupþingi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×