Viðskipti erlent

Lækkunin nemur 5.000.000.000.000 dollurum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hlutirnir gerast hratt á Asíumörkuðum þessa dagana.
Hlutirnir gerast hratt á Asíumörkuðum þessa dagana.

Fréttavefur Bloomberg segir lækkun hlutabréfamarkaða heimsins síðustu vikuna nema fimm billjónum dollara en í þeirri tölu koma tólf núll á eftir fimmunni. Við það má bæta tveimur núllum til að finna hvað þetta gerir í íslenskum krónum.

Japanska Nikkei-vísitalan féll um 9,4 prósent í morgun sem er hennar langmesta fall síðan í október 1987.

Aðrar asískar hlutabréfavísitölur tóku einnig skarpa dýfu og fylgdu þannig lækkun gærdagsins vestanhafs. Skýring þessarar miklu lækkunar er fyrst og fremst ótti við enn frekari bankagjaldþrot og samdrátt í útflutningi.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×