Fleiri fréttir Segir fjármálakreppu fram á næsta ár Hlutabréfamarkaðir í heiminum munu ekki ná stöðugleika fyrr en í fyrsta lagi á öðrum ársfjórðungi næsta árs og verðbólga mun áfram aukast í heiminum á næstu mánuðum. 11.8.2008 16:12 Verðbólga í Danmörku ekki meiri í nærri 20 ár Það er víðar en á Íslandi sem verðbólgan mælist í hæstu hæðum því greint er frá því í dönskum miðlum að verðbólga þar í landi hafi ekki verið hærri í nærri 20 ár, eða frá árinu 1989. 11.8.2008 11:11 Verðbólgan í hæstu hæðum í Bretlandi Búist er við því að Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, tilkynni um það í vikunni að verðbólga í Bretlandi hafi skotist upp á við og náð hæðum sem hún hefur ekki verið í síðastliðin 16 ár. Breska blaðið the Independent segir að verðbólgan sé líklega 4,5 prósent í landinu sem er 2,5 prósentum hærra en verðbólgumarkið ríkisstjórnarinnar. King þarf því að útskýra það fyrir Alistair Darling fjármálaráðherra, hvernig standi á þessari hækkun. 10.8.2008 12:59 Olíutunnan í tvöhundruð dollara á næstu árum að mati sérfræðinga Alvarlegur olíuskortur er handan við hornið og gæti tunnan farið yfir 200 dollara á tunnu að mati sérfræðihópsins Chatham house. Í nýrri skýrslu frá hópnum kemur fram að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að framleiðsla olíu aukist gæti skorturinn farið að gera vart við sig á næstu fimm til tíu árum. Í skýrslunni segir að næg olía sé enn til, en fyrirtæki og ríkisstjórnir fjárfesti ekki nóg í henni til að tryggja áframhaldandi framleiðslu. Það eina sem gæti komið í veg fyrir olíukreppuna sé algjört hrun á eftirspurn. 8.8.2008 14:32 Ólympíuleikarnir kosta um 2 milljarða bandaríkjadala Ólympíuleikarnir sem hefjast í Peking í dag eru mikilvægir ímynd Kína í alþjóðasamfélaginu og vonast Kínverjar til þess að þeir verði til sýna heimsbyggðinni hversu langt Kína hefur náð í alþjóða- og nútímavæðingunni. Til þess að ná þessu markmiði hefur Alþýðulýðveldið lagt út í verulegan kostnað vegna leikanna. 8.8.2008 11:25 Uppgjör Danske Bank betra en búist var við Danske Bank, annar stærsti banki Norðurlanda að markaðsvirði, hagnaðist um 4.360 milljónir danskra króna, jafnvirði 72 milljarða króna, fyrir skatta samkvæmt uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins. 7.8.2008 23:38 Stýrivextir áfram fimm prósent í Bretlandi Englandsbanki ákvað í morgun að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum og verða þeir því fimm prósent fimmta mánuðinn í röð. 7.8.2008 11:36 Skipta út bensínhákum fyrir vespur og smábíla vegna eldsneytisverðs Það er víðar en á Íslandi sem menn hafa brugðist við hækkandi bensínverði með því að velja ódýrari fararkosti. 6.8.2008 14:36 Eldingum skotið í tölvur í prófunum Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæðaprófanir í framleiðslu á tölvubúnaði sínum. Björn Birgisson, yfirvörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum í gæðaprófunum. 6.8.2008 00:01 Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Samkvæmt skýrslu samtakanna Hope Now, sem aðstoða bandaríska húsnæðiseigendur sem eiga í vandræðum með afborganir, lenda Bandaríkjamenn með góð veð og „hefðbundin“ húsnæðislán í vaxandi mæli í vandræðum með afborganir. Á öðrum ársfjórðungi aðstoðuðu samtökin 34.000 fleiri með „hefðbundin“ húsnæðislán en „undirmálslán“, en alls aðstoðuðu samtökin nærri 1.800.000 manns á öðrum ársfjórðungi. Þá sýna tölur samtakanna að skjólstæðingar, sem höfðu hefðbundin húsnæðislán, mistókst hlutfallslega oftar en þeim sem höfðu undirmálslán að ná tökum á afborgunum, þrátt fyrir skuldbreytingu, og misstu þar með heimili sín. 6.8.2008 00:01 Sterling segir upp 135 manns Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra félaga, hefur sagt upp 135 manns eftir því sem Danska ríkisútvarpið greinir frá. 5.8.2008 16:54 Northern Rock tapaði um 90 milljörðum á fyrri helmingi ársins Breski bankinn Northern Rock tapaði tæplega 590 milljónum punda, jafnvirði um 90 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. 5.8.2008 13:26 Enn lækkar olíuverðið Verðið á olíutunnunni lækkaði enn við opnun markaða í dag og hefur verðið ekki verið lægra í þrjá mánuði. Verðið á tunnu fór niður í 118 dollara en hefur hækkað örlítið það sem af er degi. 5.8.2008 11:10 Ikea mun opna símaþjónustu Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea tekur fyrirtæki eins og Asda og Tesco sér til fyrirmyndar og ætlar að setja á markað símaþjónustu. 4.8.2008 13:42 Rætt um samruna British Airways og American Airlines Talsmenn breska flugfélagsins Brithis Airways segjast vongóðir um að samruni við American Airlines flugfélagið geti gengið í gegn innan fárra vikna. 3.8.2008 15:58 Shell í viðræðum við rússneskt olíufélag Viðræður Shell við rússneska olíufélagið Sibir um hlutafjársamning að verðmæti 1 milljarð breskra punda, eða tæpa 140 milljarða íslenskra króna, eru á byrjunarstigi. 3.8.2008 11:40 Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Atvinnuleysi jókst í Bandaríkjunum í júlí og hefur ekki verið meira í 4 ár. Atvinnuleysi mælist nú 5,7% og hækkaði um 0,2 prósentustig frá síðasta mánuði og alls um 0,7 prósentustig frá aprílmánuði. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 1.8.2008 21:45 Gjensidige eykur hlut sinn í Storebrand Gjensidige Forsikring í Noregi hefur aukið hlut sinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand upp í rúm 15% eða um ríflega fimm prósent. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 1.8.2008 19:00 Shell græddi yfir 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma Breska olíufélagið Shell skilaði álíka risahagnaði og BP á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaður Shell samsvarar því að félagið hafi grætt rúmlega 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma á tímabilinu. 1.8.2008 10:33 Atvinnuleysi í Danmörku minnkar enn Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka og er nú komið niður í 1,6%. Er þetta minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu undanfarin 35 ár. 1.8.2008 07:42 FIH bankinn notar 160 milljarða kr, lánalínu hjá ATP FIH bankinn danski, sem er í eigu Kaupþings, hefur þurft að nota 160 milljarða króna af lánalínu sem hann hefur hjá ATP stærsta lífeyrissjóði Danmerkur á fyrri helming þessa árs. 1.8.2008 07:20 Mesta verðbólga á evrusvæðinu í 16 ár Verðbólga á evrusvæðinu hækkaði í júlí og hefur ekki verið hærri í 16 ár. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,1% sem er hækkun um 0,1 prósentustig frá því í júní. 31.7.2008 22:15 FIH bankinn danski finnur fyrir kreppunni FIH bankinn danski finnur fyrir bankakreppunni í Danmörku eins og aðrir smærri bankar þar í landi. Hagnaður FIH, sem er í eigu Kaupþings, minnkaði um nær helming á fyrstu sex mánuðum ársins. 31.7.2008 11:06 Vöruskiptin í júní hagstæð um 2,3 milljarða kr. Í júní mánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,4 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í júní 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi. 31.7.2008 09:27 Lloyds ríður á vaðið Lloyds TSB var fyrstur af stóru bönkunum í Bretlandi til að birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming. Hagnaður fyrir skatta á fyrri hluta ársins dróst saman um 70% á milli ára og nam 599 milljónum punda sem er jafnvirði 95 milljarða íslenskra króna. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 30.7.2008 21:30 Deutsche Postbank hagnaðist um 15 milljarða Hagnaður Deutsche Postbank, stærsta viðskiptabanka Þýskalands, var lítillega yfir væntingum markaðarins á fyrri helmingi ársins. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir evra, eða um 15 milljarða króna. 30.7.2008 16:45 Forseti OPEC segir olíuverðið fara niður í 70 dollara Chakib Khelil forseti OPEC, samtaka olíuframleiðlsuríkjanna, segir að til lengri tíma vænti hann þess að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna. Fyrir mánuði gaf forsetinn út yfirlýsingu þess efnis að verðið á olíunni færi í 170 dollara fyrir árslok. 30.7.2008 10:49 StatoilHydro hefur borgað einræðisherrum milljarða króna Norski olíu- og orkurisinn StatoilHydro hefur borgað fjórum einræðisherrum meir en 15 milljarða króna á síðustu þremur árum. Um er að ræða svokallaða "undirskriftarbónusa" við gerð olíu-og orkuvinnslusamninga í viðkomandi löndum. 30.7.2008 10:13 Olíuverðið hefur lækkað um 23 dollara á 14 dögum Heimsmarkaðsverð á olíu hefur nú lækkað um 23 dollara á tunnuna á undanförnum 14 dögum. Er verðið nú það lægsta í þrjá mánuði. 30.7.2008 09:11 Fasteignaverð í Bandaríkjunum lækkar mikið Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefur lækkað mikið í vor. Samkvæmt upplýsingum frá Standard & Poors lækkaði verðið í 10 borgum Bandaríkjanna um tæp 17% að meðaltali samanborið við maí-mánuði í fyrra. 30.7.2008 08:04 Fjárfestingarsjóður bjargar Nyhedsavisen Það er fjárfestingarsjóðurinn Draper Fisher Jurvetson sem fjárfest hefur í útgáfufélagi Nyhedsavisen. Á móti hafa Stoðir Invest minnkað hlut sinn úr 49% og niður í 15%. 30.7.2008 07:26 Merrill Lynch býst til varnar Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch tilkynnti fyrr í dag um útgáfu nýs hlutafjár til að styrkja eiginfjárstöðu bankans. Áætlað er að safna um 8,5 milljörðum dollara í nýju hlutafé og hefur Temasek Holdings, ríkisfjárfestingarsjóður Singapúr, samþykkt að kaupa 3,4 milljarða af þeirri upphæð. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 29.7.2008 20:30 Átta handteknir í Bretlandi vegna gruns um innherjasvik Breska fjármálaeftirlitið hefur handtekið átta manns og leitar gagna um allt Suð-austur England, þar með talið London, í rannsókn á stórkostlegum innherjaviðskiptum. 29.7.2008 15:12 Starbucks lokar fjölda staða í Ástralíu Kaffihúsakeðjan Starbucks hefur ákveðið að loka rúmlega 60 af stöðum sínum í Ástralíu. Eftir það verða aðeins 23 Starbucks kaffihús í landinu. 29.7.2008 10:57 Hagnaður BP á sex mánuðum var 2.100 milljarðar kr. Hagnaður breska olíufélagsins BP á fyrstu sex mánuðum ársins nam ríflega 2.100 milljörðum kr. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn nær 1.300 milljörðrum kr. sem er met hjá félaginu. 29.7.2008 09:37 Útgáfufélag Nyhedsavisen tapar 632 milljónum Danskir fjölmiðlar greina frá því að Dagsbrun Media, útgáfufélag Nyhedsavisen, tapaði 632 milljónum danskra króna á síðasta ári. Tapið er jafnvirði 10,7 milljarðar íslenskra króna. Eigið fé fyrirtækisins er neikvætt upp á ríflega 230 milljónir. 28.7.2008 20:45 Svartsýni í Þýskalandi Þýskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni í fimm ár ef marka má nýjustu mælingu væntingavísitölu þar í landi. Í júlí féll vísitalan niður í 2,1 stig sem er lægsta gildi vísitölunnar síðan í júní 2003. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 28.7.2008 19:20 Válega horfir vogunarsjóðum Útkoma vogunarsjóða eftir júlímánuð gæti orðið sú versta í fimm ár í kjölfar þess að spár um þróun hlutabréfamarkaðarins og hráolíuverðs reyndust byggðar á sandi. Vísitala Hedge Fund Research Inc. sem heldur utan um 55 28.7.2008 14:31 Nyhedsavisen á markað á næsta ári „Jú, það er rétt að það er stefnt að því að skrá Nyhedsavisen á markað á næsta ári,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, um frétt danska blaðsins Berlingske Tidende þess efnis að Nyhedsavisen sé hugsanlega á leið á markað. 28.7.2008 13:44 McDonald´s fer í mál við sjálft sig Nytjaleyfishafar McDonald´s í Noregi hafa höfðað mál gegn höfuðstöðvum keðjunnar í Bandaríkjunum. Norðmennirnir ná vart upp í nefið á sér af reiði yfir að vera þvingaðir til að greiða fyrir viðhald staðanna að utanverðu 28.7.2008 11:51 Uppreisnarmenn í Nígeríu kynda undir olíuverðinu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um dollar í morgun og er tunnan aftur komin yfir 124 dollara. Það er árásir uppreisnarmanna í Nígeríu sem valda þessari hækkun. 28.7.2008 10:45 Nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet The Dark Night, nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet vestanhafs. Tekjurnar af henni eftir tæpa 10 daga í sýningu eru orðnar rúmlega 314 milljónir dollara eða um 25 milljarðar kr. 28.7.2008 10:05 Ársreikningur Nyhedsavisen enn ekki kominn Nú er liðin vika frá lokafresti Nyhedsavisen til að leggja fram ársreiking sinn. Reikningurinn hefur enn ekki verið lagður fram og engin svör er að fá hjá stjórnendum útgáfunnar. 28.7.2008 09:51 McCain segir Wall Street eiga sök á kreppunni John McCain frambjóðandi Repúblikana til forsetaembættisins í Bandaríkjunum skýtur föstum skotum á forstjórana á Wall Street. Hann segir að getuleysi þeirra hafi valdið undirmálslánakreppunni þar í landi og í framhaldinu kreppunni á lánsfjármörkuðum heimsins. 28.7.2008 09:35 Verkfall lamar Lufthansa Allar flugáhafnir þýska flugfélagsins Lufthansa eru komnar í ótímabundið verkfall. 28.7.2008 07:53 Sjá næstu 50 fréttir
Segir fjármálakreppu fram á næsta ár Hlutabréfamarkaðir í heiminum munu ekki ná stöðugleika fyrr en í fyrsta lagi á öðrum ársfjórðungi næsta árs og verðbólga mun áfram aukast í heiminum á næstu mánuðum. 11.8.2008 16:12
Verðbólga í Danmörku ekki meiri í nærri 20 ár Það er víðar en á Íslandi sem verðbólgan mælist í hæstu hæðum því greint er frá því í dönskum miðlum að verðbólga þar í landi hafi ekki verið hærri í nærri 20 ár, eða frá árinu 1989. 11.8.2008 11:11
Verðbólgan í hæstu hæðum í Bretlandi Búist er við því að Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, tilkynni um það í vikunni að verðbólga í Bretlandi hafi skotist upp á við og náð hæðum sem hún hefur ekki verið í síðastliðin 16 ár. Breska blaðið the Independent segir að verðbólgan sé líklega 4,5 prósent í landinu sem er 2,5 prósentum hærra en verðbólgumarkið ríkisstjórnarinnar. King þarf því að útskýra það fyrir Alistair Darling fjármálaráðherra, hvernig standi á þessari hækkun. 10.8.2008 12:59
Olíutunnan í tvöhundruð dollara á næstu árum að mati sérfræðinga Alvarlegur olíuskortur er handan við hornið og gæti tunnan farið yfir 200 dollara á tunnu að mati sérfræðihópsins Chatham house. Í nýrri skýrslu frá hópnum kemur fram að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að framleiðsla olíu aukist gæti skorturinn farið að gera vart við sig á næstu fimm til tíu árum. Í skýrslunni segir að næg olía sé enn til, en fyrirtæki og ríkisstjórnir fjárfesti ekki nóg í henni til að tryggja áframhaldandi framleiðslu. Það eina sem gæti komið í veg fyrir olíukreppuna sé algjört hrun á eftirspurn. 8.8.2008 14:32
Ólympíuleikarnir kosta um 2 milljarða bandaríkjadala Ólympíuleikarnir sem hefjast í Peking í dag eru mikilvægir ímynd Kína í alþjóðasamfélaginu og vonast Kínverjar til þess að þeir verði til sýna heimsbyggðinni hversu langt Kína hefur náð í alþjóða- og nútímavæðingunni. Til þess að ná þessu markmiði hefur Alþýðulýðveldið lagt út í verulegan kostnað vegna leikanna. 8.8.2008 11:25
Uppgjör Danske Bank betra en búist var við Danske Bank, annar stærsti banki Norðurlanda að markaðsvirði, hagnaðist um 4.360 milljónir danskra króna, jafnvirði 72 milljarða króna, fyrir skatta samkvæmt uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins. 7.8.2008 23:38
Stýrivextir áfram fimm prósent í Bretlandi Englandsbanki ákvað í morgun að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum og verða þeir því fimm prósent fimmta mánuðinn í röð. 7.8.2008 11:36
Skipta út bensínhákum fyrir vespur og smábíla vegna eldsneytisverðs Það er víðar en á Íslandi sem menn hafa brugðist við hækkandi bensínverði með því að velja ódýrari fararkosti. 6.8.2008 14:36
Eldingum skotið í tölvur í prófunum Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæðaprófanir í framleiðslu á tölvubúnaði sínum. Björn Birgisson, yfirvörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum í gæðaprófunum. 6.8.2008 00:01
Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Samkvæmt skýrslu samtakanna Hope Now, sem aðstoða bandaríska húsnæðiseigendur sem eiga í vandræðum með afborganir, lenda Bandaríkjamenn með góð veð og „hefðbundin“ húsnæðislán í vaxandi mæli í vandræðum með afborganir. Á öðrum ársfjórðungi aðstoðuðu samtökin 34.000 fleiri með „hefðbundin“ húsnæðislán en „undirmálslán“, en alls aðstoðuðu samtökin nærri 1.800.000 manns á öðrum ársfjórðungi. Þá sýna tölur samtakanna að skjólstæðingar, sem höfðu hefðbundin húsnæðislán, mistókst hlutfallslega oftar en þeim sem höfðu undirmálslán að ná tökum á afborgunum, þrátt fyrir skuldbreytingu, og misstu þar með heimili sín. 6.8.2008 00:01
Sterling segir upp 135 manns Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra félaga, hefur sagt upp 135 manns eftir því sem Danska ríkisútvarpið greinir frá. 5.8.2008 16:54
Northern Rock tapaði um 90 milljörðum á fyrri helmingi ársins Breski bankinn Northern Rock tapaði tæplega 590 milljónum punda, jafnvirði um 90 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. 5.8.2008 13:26
Enn lækkar olíuverðið Verðið á olíutunnunni lækkaði enn við opnun markaða í dag og hefur verðið ekki verið lægra í þrjá mánuði. Verðið á tunnu fór niður í 118 dollara en hefur hækkað örlítið það sem af er degi. 5.8.2008 11:10
Ikea mun opna símaþjónustu Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea tekur fyrirtæki eins og Asda og Tesco sér til fyrirmyndar og ætlar að setja á markað símaþjónustu. 4.8.2008 13:42
Rætt um samruna British Airways og American Airlines Talsmenn breska flugfélagsins Brithis Airways segjast vongóðir um að samruni við American Airlines flugfélagið geti gengið í gegn innan fárra vikna. 3.8.2008 15:58
Shell í viðræðum við rússneskt olíufélag Viðræður Shell við rússneska olíufélagið Sibir um hlutafjársamning að verðmæti 1 milljarð breskra punda, eða tæpa 140 milljarða íslenskra króna, eru á byrjunarstigi. 3.8.2008 11:40
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Atvinnuleysi jókst í Bandaríkjunum í júlí og hefur ekki verið meira í 4 ár. Atvinnuleysi mælist nú 5,7% og hækkaði um 0,2 prósentustig frá síðasta mánuði og alls um 0,7 prósentustig frá aprílmánuði. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 1.8.2008 21:45
Gjensidige eykur hlut sinn í Storebrand Gjensidige Forsikring í Noregi hefur aukið hlut sinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand upp í rúm 15% eða um ríflega fimm prósent. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 1.8.2008 19:00
Shell græddi yfir 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma Breska olíufélagið Shell skilaði álíka risahagnaði og BP á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaður Shell samsvarar því að félagið hafi grætt rúmlega 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma á tímabilinu. 1.8.2008 10:33
Atvinnuleysi í Danmörku minnkar enn Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka og er nú komið niður í 1,6%. Er þetta minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu undanfarin 35 ár. 1.8.2008 07:42
FIH bankinn notar 160 milljarða kr, lánalínu hjá ATP FIH bankinn danski, sem er í eigu Kaupþings, hefur þurft að nota 160 milljarða króna af lánalínu sem hann hefur hjá ATP stærsta lífeyrissjóði Danmerkur á fyrri helming þessa árs. 1.8.2008 07:20
Mesta verðbólga á evrusvæðinu í 16 ár Verðbólga á evrusvæðinu hækkaði í júlí og hefur ekki verið hærri í 16 ár. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,1% sem er hækkun um 0,1 prósentustig frá því í júní. 31.7.2008 22:15
FIH bankinn danski finnur fyrir kreppunni FIH bankinn danski finnur fyrir bankakreppunni í Danmörku eins og aðrir smærri bankar þar í landi. Hagnaður FIH, sem er í eigu Kaupþings, minnkaði um nær helming á fyrstu sex mánuðum ársins. 31.7.2008 11:06
Vöruskiptin í júní hagstæð um 2,3 milljarða kr. Í júní mánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,4 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í júní 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi. 31.7.2008 09:27
Lloyds ríður á vaðið Lloyds TSB var fyrstur af stóru bönkunum í Bretlandi til að birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming. Hagnaður fyrir skatta á fyrri hluta ársins dróst saman um 70% á milli ára og nam 599 milljónum punda sem er jafnvirði 95 milljarða íslenskra króna. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 30.7.2008 21:30
Deutsche Postbank hagnaðist um 15 milljarða Hagnaður Deutsche Postbank, stærsta viðskiptabanka Þýskalands, var lítillega yfir væntingum markaðarins á fyrri helmingi ársins. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir evra, eða um 15 milljarða króna. 30.7.2008 16:45
Forseti OPEC segir olíuverðið fara niður í 70 dollara Chakib Khelil forseti OPEC, samtaka olíuframleiðlsuríkjanna, segir að til lengri tíma vænti hann þess að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna. Fyrir mánuði gaf forsetinn út yfirlýsingu þess efnis að verðið á olíunni færi í 170 dollara fyrir árslok. 30.7.2008 10:49
StatoilHydro hefur borgað einræðisherrum milljarða króna Norski olíu- og orkurisinn StatoilHydro hefur borgað fjórum einræðisherrum meir en 15 milljarða króna á síðustu þremur árum. Um er að ræða svokallaða "undirskriftarbónusa" við gerð olíu-og orkuvinnslusamninga í viðkomandi löndum. 30.7.2008 10:13
Olíuverðið hefur lækkað um 23 dollara á 14 dögum Heimsmarkaðsverð á olíu hefur nú lækkað um 23 dollara á tunnuna á undanförnum 14 dögum. Er verðið nú það lægsta í þrjá mánuði. 30.7.2008 09:11
Fasteignaverð í Bandaríkjunum lækkar mikið Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefur lækkað mikið í vor. Samkvæmt upplýsingum frá Standard & Poors lækkaði verðið í 10 borgum Bandaríkjanna um tæp 17% að meðaltali samanborið við maí-mánuði í fyrra. 30.7.2008 08:04
Fjárfestingarsjóður bjargar Nyhedsavisen Það er fjárfestingarsjóðurinn Draper Fisher Jurvetson sem fjárfest hefur í útgáfufélagi Nyhedsavisen. Á móti hafa Stoðir Invest minnkað hlut sinn úr 49% og niður í 15%. 30.7.2008 07:26
Merrill Lynch býst til varnar Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch tilkynnti fyrr í dag um útgáfu nýs hlutafjár til að styrkja eiginfjárstöðu bankans. Áætlað er að safna um 8,5 milljörðum dollara í nýju hlutafé og hefur Temasek Holdings, ríkisfjárfestingarsjóður Singapúr, samþykkt að kaupa 3,4 milljarða af þeirri upphæð. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 29.7.2008 20:30
Átta handteknir í Bretlandi vegna gruns um innherjasvik Breska fjármálaeftirlitið hefur handtekið átta manns og leitar gagna um allt Suð-austur England, þar með talið London, í rannsókn á stórkostlegum innherjaviðskiptum. 29.7.2008 15:12
Starbucks lokar fjölda staða í Ástralíu Kaffihúsakeðjan Starbucks hefur ákveðið að loka rúmlega 60 af stöðum sínum í Ástralíu. Eftir það verða aðeins 23 Starbucks kaffihús í landinu. 29.7.2008 10:57
Hagnaður BP á sex mánuðum var 2.100 milljarðar kr. Hagnaður breska olíufélagsins BP á fyrstu sex mánuðum ársins nam ríflega 2.100 milljörðum kr. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn nær 1.300 milljörðrum kr. sem er met hjá félaginu. 29.7.2008 09:37
Útgáfufélag Nyhedsavisen tapar 632 milljónum Danskir fjölmiðlar greina frá því að Dagsbrun Media, útgáfufélag Nyhedsavisen, tapaði 632 milljónum danskra króna á síðasta ári. Tapið er jafnvirði 10,7 milljarðar íslenskra króna. Eigið fé fyrirtækisins er neikvætt upp á ríflega 230 milljónir. 28.7.2008 20:45
Svartsýni í Þýskalandi Þýskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni í fimm ár ef marka má nýjustu mælingu væntingavísitölu þar í landi. Í júlí féll vísitalan niður í 2,1 stig sem er lægsta gildi vísitölunnar síðan í júní 2003. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag. 28.7.2008 19:20
Válega horfir vogunarsjóðum Útkoma vogunarsjóða eftir júlímánuð gæti orðið sú versta í fimm ár í kjölfar þess að spár um þróun hlutabréfamarkaðarins og hráolíuverðs reyndust byggðar á sandi. Vísitala Hedge Fund Research Inc. sem heldur utan um 55 28.7.2008 14:31
Nyhedsavisen á markað á næsta ári „Jú, það er rétt að það er stefnt að því að skrá Nyhedsavisen á markað á næsta ári,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, um frétt danska blaðsins Berlingske Tidende þess efnis að Nyhedsavisen sé hugsanlega á leið á markað. 28.7.2008 13:44
McDonald´s fer í mál við sjálft sig Nytjaleyfishafar McDonald´s í Noregi hafa höfðað mál gegn höfuðstöðvum keðjunnar í Bandaríkjunum. Norðmennirnir ná vart upp í nefið á sér af reiði yfir að vera þvingaðir til að greiða fyrir viðhald staðanna að utanverðu 28.7.2008 11:51
Uppreisnarmenn í Nígeríu kynda undir olíuverðinu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um dollar í morgun og er tunnan aftur komin yfir 124 dollara. Það er árásir uppreisnarmanna í Nígeríu sem valda þessari hækkun. 28.7.2008 10:45
Nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet The Dark Night, nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet vestanhafs. Tekjurnar af henni eftir tæpa 10 daga í sýningu eru orðnar rúmlega 314 milljónir dollara eða um 25 milljarðar kr. 28.7.2008 10:05
Ársreikningur Nyhedsavisen enn ekki kominn Nú er liðin vika frá lokafresti Nyhedsavisen til að leggja fram ársreiking sinn. Reikningurinn hefur enn ekki verið lagður fram og engin svör er að fá hjá stjórnendum útgáfunnar. 28.7.2008 09:51
McCain segir Wall Street eiga sök á kreppunni John McCain frambjóðandi Repúblikana til forsetaembættisins í Bandaríkjunum skýtur föstum skotum á forstjórana á Wall Street. Hann segir að getuleysi þeirra hafi valdið undirmálslánakreppunni þar í landi og í framhaldinu kreppunni á lánsfjármörkuðum heimsins. 28.7.2008 09:35
Verkfall lamar Lufthansa Allar flugáhafnir þýska flugfélagsins Lufthansa eru komnar í ótímabundið verkfall. 28.7.2008 07:53
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent