Viðskipti erlent

Vöruskiptin í júní hagstæð um 2,3 milljarða kr.

Í júní mánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,4 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í júní 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu sex mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 206,8 milljarða króna en inn fyrir 231,2 milljarða króna. Hallinn á vöruskiptunum við útlönd nam 24,4 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 50 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 25,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×