Viðskipti erlent

Verðbólgan í hæstu hæðum í Bretlandi

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands berst við verðbólguna.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands berst við verðbólguna.
Búist er við því að Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, tilkynni um það í vikunni að verðbólga í Bretlandi hafi skotist upp á við og náð hæðum sem hún hefur ekki verið í síðastliðin 16 ár. Breska blaðið the Independent segir að verðbólgan sé líklega 4,5 prósent í landinu sem er 2,5 prósentum hærra en verðbólgumarkið ríkisstjórnarinnar. King þarf því að útskýra það fyrir Alistair Darling fjármálaráðherra, hvernig standi á þessari hækkun.

Neysluvísitalan í Bretlandi var 3,8 prósent í síðasta mánuði en fastlega er búist við því að hún hækki verulega í kjölfarið á hækkandi matar- og orkuverði. Seðlabankinn í Bretlandi glímir því við svipaðan vanda og sá íslenski að reyna að lækka stýrivexti sína en um leið að halda verðbólgunni niðri. Sérfræðingur hjá Bank of America segir í viðtali við Independent að kostnaðarhækkanir.

Sérfræðingar eru þó flestir á því að verðbólgan í Bretlandi fari ekki mikið yfir 4,5 prósent og að hún fari hjaðnandi undir lok árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×