Viðskipti erlent

Mesta verðbólga á evrusvæðinu í 16 ár

Verðbólga á evrusvæðinu hækkaði í júlí og hefur ekki verið hærri í 16 ár. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,1% sem er hækkun um 0,1 prósentustig frá því í júní. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Verðbólgan hefur vaxið hratt fram úr verðbólgumarkmiði seðlabanka Evrópu sem miðast við 2% verðbólgu. Rætur verðbólgunnar er helst að rekja til hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs og hefur sú þróun gert vart við sig í flestum af stærri hagkerfum heims.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×