Viðskipti erlent

McCain segir Wall Street eiga sök á kreppunni

John McCain frambjóðandi Repúblikana til forsetaembættisins í Bandaríkjunum skýtur föstum skotum á forstjórana á Wall Street. Hann segir að getuleysi þeirra hafi valdið undirmálslánakreppunni þar í landi og í framhaldinu kreppunni á lánsfjármörkuðum heimsins.

Í ræðu um helgina sagði McCain að réttast væri að hýrudraga forstjórana vegna þessa. "Wall Street er skúrkurinn á bakvið það sem gerðist með undirmálslánakreppunni," segir McCain.

Og hann hraunaði einnig yfir forstjóra íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac sem nýlega þurfti að bjarga frá þroti. "Við ættum að taka af þeim launin og bónusana," segir McCain.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×