Viðskipti erlent

Segir fjármálakreppu fram á næsta ár

MYND/Reuters

Hlutabréfamarkaðir í heiminum munu ekki ná stöðugleika fyrr en í fyrsta lagi á öðrum ársfjórðungi næsta árs og verðbólga mun áfram aukast í heiminum á næstu mánuðum.

Þannig er fjármálakreppan fjarri því að baki. Þannig hljóðar ný spá breska fjármálafyrirtækisins Henderson Global Investors. Bent er á að nýjustu hagtölur sýni lítinn vöxt í bæði Bandaríkjunum, Evrópu og Kína og þannig verði það enn um sinn.

Þá er ekki útlit fyrir að ástandið á bandaríska húsnæðismarkaðnum skáni á næstunni en kreppa á þeim markaði varð upphafið að núverandi kreppu. Þá gerir Henderson ráð fyrir að orku- og matarverð muni áfram hækka og ná nýjum hæðum, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×