Viðskipti erlent

Útgáfufélag Nyhedsavisen tapar 632 milljónum

Gömul forsíða Nyhedsavisen sem Dagsbrun Media gefur út í Danmörku.
Gömul forsíða Nyhedsavisen sem Dagsbrun Media gefur út í Danmörku.

Danskir fjölmiðlar greina frá því að Dagsbrun Media, útgáfufélag Nyhedsavisen, tapaði 632 milljónum danskra króna á síðasta ári. Tapið er jafnvirði 10,7 milljarðar íslenskra króna. Eigið fé fyrirtækisins er neikvætt upp á ríflega 230 milljónir.

Þrátt fyrir tapið er stefnt að því að skrá útgáfufélagið á almennan markað á næsta ári. Í daga eiga Stoðir Invest 49% í Dagsbrun Media og Morten Lund 51%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×