Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Danmörku minnkar enn

Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka og er nú komið niður í 1,6%. Er þetta minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu undanfarin 35 ár.

Þessi þróun gengur þvert á allar spár og áætlanir því atvinnuleysið heldur áfram að lækka þrátt fyrir að lægð sé í efnahagsmálum Danmerkur eins og flestra annara Evrópuþjóða þessa stundina.

Samkvæmt tölum frá dönsku Hagstofunni hefur atvinnulausum fækkað um 2.300 að meðaltali í hverjum mánuði á síðsustu þremur mánuðum og er heildarfjöldi atvinnulausra nú aðeins 45.600 persónur sem er sögulegur lágmarksfjöldi í landinu.

Sérfræðingar eru þó á einu máli um að þessi þróun geti ekki haldist mikið lengur og að atvinnuleysi muni aftur fara að aukast á síðari helming ársins. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir í samtali við Berlingske Tidende að danskur efnahagur sé á leið í lægð og fleiri og fleiri fyrirtæki segi upp fólki víða um landið þessa dagana.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×