Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Bandaríkjunum lækkar mikið

Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefur lækkað mikið í vor. Samkvæmt upplýsingum frá Standard & Poors lækkaði verðið í 10 borgum Bandaríkjanna um tæp 17% að meðaltali samanborið við maí-mánuði í fyrra.

Svo mikil lækkun á fasteignaverði í þessum borgum hefur ekki mælst í rúmlega 20 ár. Frá því að fasteignaverðið náði hámarki í Bandaríkjunum í júlí árið 2006 hefur það lækkað um rúm 18% að meðaltali. Mesta lækkunin hefur orðið í Las Vegas eða rúm 28%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×