Viðskipti erlent

Nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet

The Dark Night, nýja Batman-myndin heldur áfram að setja sölumet vestanhafs. Tekjurnar af henni eftir tæpa 10 daga í sýningu eru orðnar rúmlega 314 milljónir dollara eða um 25 milljarðar kr.

Fyrra metið var sett af myndinni Pirates of the Carabean: Dead Mans Chest, en miðar á hana voru seldir fyrir 300 milljónir dollara á fyrstu 16 dögunum sem hún var sýnd fyrir tveimur árum síðan.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×