Viðskipti erlent

Sterling segir upp 135 manns

Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra félaga, hefur sagt upp 135 manns eftir því sem Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Tilkynnt var fyrir um mánuði að uppsagnir væru yfirvofandi og þá hættu um hundrað manns hjá félaginu. Auk þeirra hafa nú 135 fengið uppsagnarbréf, þar af er um helmingur flugmenn.

Ástæða uppsagnanna er sögð kreppa í flugbransanum en hana má rekja til hás olíuverðs og samdráttar í einkaneyslu fólks. Haft er eftir til talsmanni Sterling að uppsagnirnar hafi verið nauðsynlegar til þess að halda félaginu áfram í rekstri.

Sterling eru í eigu félagsins Northern Travel Holding sem aftur er í eigu meðal annars Stoða og Fons.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×