Viðskipti erlent

Átta handteknir í Bretlandi vegna gruns um innherjasvik

Mynd/ AFP.

Breska fjármálaeftirlitið hefur handtekið átta manns og leitar gagna um allt Suð-austur England, þar með talið London, í rannsókn á stórkostlegum innherjaviðskiptum. Um 40 manns á vegum fjármálaeftirlitsins tóku þátt í aðgerðunum i dag ásamt lögreglunni í London, en þær eru liður í því að berjast gegn markaðsmisnotkun. Það er breska dagblaðið Times sem greinir frá þessu, en blaðið segir að ekki hafi fengist nákvæmari upplýsingar um aðgerðirnar.

Þá kærði Fjármálaeftirlitið Matthew Uberoi og Neel Uberoi fyrir 17 tilfelli þar sem grunur leikur á að um ólögleg innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fólkið var kært fyrir að misnota innherjaupplýsingar með viðskipti í tveimur fyrirtækjum, NeuTec Pharma og Gulf Keystone Petroleum, yfir fjögurra mánaða tímabil.

Þá var Malcolm Calvert, fyrrum hluthafi í Cazenove, talinn hafa gerst tólf sinnum sekur um innherjasvik á árunum 2003-2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×