Viðskipti erlent

Shell í viðræðum við rússneskt olíufélag

Viðræður Shell við rússneska olíufélagið Sibir um hlutafjársamning að verðmæti 1 milljarð breskra punda, eða tæpa 140 milljarða íslenskra króna, eru á byrjunarstigi.

Shell og Sibir eru sameiginlega hluthafar í Salym verkefninu í vestur Síberíu sem talið er að gæti gefið af sér 1 milljarð tunna af olíu. Viðræður hafa verið um að Shell skipti á 50% hlut sínum í Salym fyrir hlut í Sibir félaginu.

Markaðsverðmæti Sibir nemur 2,4 milljörðum punda, eða 370 milljörðum íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×