Ólympíuleikarnir kosta um 2 milljarða bandaríkjadala 8. ágúst 2008 11:25 Frá Peking MYND/AFP Ólympíuleikarnir sem hefjast í Peking í dag eru mikilvægir ímynd Kína í alþjóðasamfélaginu og vonast Kínverjar til þess að þeir verði til sýna heimsbyggðinni hversu langt Kína hefur náð í alþjóða- og nútímavæðingunni. Til þess að ná þessu markmiði hefur Alþýðulýðveldið lagt út í verulegan kostnað vegna leikanna. Þetta kemur fram í Morgunkornum Gltinis í morgun. Þar segir ennfremur: „Engar opinberar tölur um kostnað hafa enn verið birtar en kínverskir embættismenn hafa þó nýlega sagt að kostnaðurinn verði ekki meiri en vegna leikanna í Aþenu 2004 sem kostuðu samkvæmt opinberum tölum um það bil 2,6 ma. Bandaríkjadala. Upphaflega var gert ráð fyrir að leikarnir í Peking myndu kosta um það bil 1,6 ma. Bandaríkjadala en skipulagsnefnd leikanna sagði fyrir ári að þær áætlanir myndu ekki standast og réttara væri að gera ráð fyrir að kostnaðurinn yrði nærri 2 ma. Bandaríkjadala. Ljóst er þó að opinberi kostnaðurinn er aðeins brotabrot af raunverulegum kostnaði vegna leikanna enda er kostnaður vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja og betrumbætur á samgöngum sem hafist var handa við vegna leikanna ekki inn í þessum tölum. Kínversk stjórnvöld hafa frá því árið 2001 þegar ljóst varð að leikarnir yrðu í Peking lyft grettistaki í samgöngumálum borgarinnar en að minnsta kosti átta nýjum leiðum hefur verið bætt við neðanjarðarkerfi borgarinnar, flugstöðin hefur verið stækkuð og vegakerfi borgarinnar auk þess verið betrumbætt. Þá hafa 12 nýbyggingar risið gagngert fyrir leikanna og 20 til viðbótar verið endurgerðar auk þess sem gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða til að minnka mengun í borginni. Þá hefur auglýsingaherferð stjórnvalda í Peking sem ætlað er að undirbúa íbúa borgarinnar fyrir leikanna, vakið mikla athygli en í auglýsingunum er m.a. reynt að venja heimamenn af því að hrækja á göturnar. Þegar allt þetta er tekið með í reikninginn er áætlað að raunverulegur kostnaður vegna leikanna hlaupi einhverstaðar á milli 25 og 40 ma. Bandaríkjadala. Kínverska hagkerfið hefur vaxið að meðaltali um 10% undanfarin 20 ár og er núna þriðja stærsta hagkerfið í heimi en aðeins Bandaríkin og Japan eru stærri. Þrátt fyrir flestir séu sammála um að Ólympíuleikarnir og sú uppbygging sem þeim fylgir hafi verið lyftistöng fyrir kínverska hagkerfið fer óvissa um hvað tekur við eftir að leikunum lýkur vaxandi. Auk þess að áhyggjur hafa vaknað um skuldsetningu kínverskra stjórnvalda og fyrirtækja vegna leikanna er einnig dregið í efa hversu miklu leikarnir munu skila til lengri tíma litið. Ljóst er að gríðarlega mikilvægt er fyrir Kína að leikarnir takist sem best og að öryggi keppenda og áhorfenda sé tryggt. Hlutabréf í Kauphöllinni í Shanghai hafa lækkað um 4,5% í dag og hlutabréf í Hong Kong um 1%. Áhyggjur af efnahagshorfum í kjölfar leikanna og öryggismálum á opnunarhátíðinni eru talin helstu ástæður slæmrar stemningar á kínverskum mörkuðum en hlutabréf í Kauphöllinni í Shanghai hafa lækkað um tæpan þriðjung frá því í maímánuði." Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ólympíuleikarnir sem hefjast í Peking í dag eru mikilvægir ímynd Kína í alþjóðasamfélaginu og vonast Kínverjar til þess að þeir verði til sýna heimsbyggðinni hversu langt Kína hefur náð í alþjóða- og nútímavæðingunni. Til þess að ná þessu markmiði hefur Alþýðulýðveldið lagt út í verulegan kostnað vegna leikanna. Þetta kemur fram í Morgunkornum Gltinis í morgun. Þar segir ennfremur: „Engar opinberar tölur um kostnað hafa enn verið birtar en kínverskir embættismenn hafa þó nýlega sagt að kostnaðurinn verði ekki meiri en vegna leikanna í Aþenu 2004 sem kostuðu samkvæmt opinberum tölum um það bil 2,6 ma. Bandaríkjadala. Upphaflega var gert ráð fyrir að leikarnir í Peking myndu kosta um það bil 1,6 ma. Bandaríkjadala en skipulagsnefnd leikanna sagði fyrir ári að þær áætlanir myndu ekki standast og réttara væri að gera ráð fyrir að kostnaðurinn yrði nærri 2 ma. Bandaríkjadala. Ljóst er þó að opinberi kostnaðurinn er aðeins brotabrot af raunverulegum kostnaði vegna leikanna enda er kostnaður vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja og betrumbætur á samgöngum sem hafist var handa við vegna leikanna ekki inn í þessum tölum. Kínversk stjórnvöld hafa frá því árið 2001 þegar ljóst varð að leikarnir yrðu í Peking lyft grettistaki í samgöngumálum borgarinnar en að minnsta kosti átta nýjum leiðum hefur verið bætt við neðanjarðarkerfi borgarinnar, flugstöðin hefur verið stækkuð og vegakerfi borgarinnar auk þess verið betrumbætt. Þá hafa 12 nýbyggingar risið gagngert fyrir leikanna og 20 til viðbótar verið endurgerðar auk þess sem gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða til að minnka mengun í borginni. Þá hefur auglýsingaherferð stjórnvalda í Peking sem ætlað er að undirbúa íbúa borgarinnar fyrir leikanna, vakið mikla athygli en í auglýsingunum er m.a. reynt að venja heimamenn af því að hrækja á göturnar. Þegar allt þetta er tekið með í reikninginn er áætlað að raunverulegur kostnaður vegna leikanna hlaupi einhverstaðar á milli 25 og 40 ma. Bandaríkjadala. Kínverska hagkerfið hefur vaxið að meðaltali um 10% undanfarin 20 ár og er núna þriðja stærsta hagkerfið í heimi en aðeins Bandaríkin og Japan eru stærri. Þrátt fyrir flestir séu sammála um að Ólympíuleikarnir og sú uppbygging sem þeim fylgir hafi verið lyftistöng fyrir kínverska hagkerfið fer óvissa um hvað tekur við eftir að leikunum lýkur vaxandi. Auk þess að áhyggjur hafa vaknað um skuldsetningu kínverskra stjórnvalda og fyrirtækja vegna leikanna er einnig dregið í efa hversu miklu leikarnir munu skila til lengri tíma litið. Ljóst er að gríðarlega mikilvægt er fyrir Kína að leikarnir takist sem best og að öryggi keppenda og áhorfenda sé tryggt. Hlutabréf í Kauphöllinni í Shanghai hafa lækkað um 4,5% í dag og hlutabréf í Hong Kong um 1%. Áhyggjur af efnahagshorfum í kjölfar leikanna og öryggismálum á opnunarhátíðinni eru talin helstu ástæður slæmrar stemningar á kínverskum mörkuðum en hlutabréf í Kauphöllinni í Shanghai hafa lækkað um tæpan þriðjung frá því í maímánuði."
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent