Viðskipti erlent

FIH bankinn danski finnur fyrir kreppunni

FIH bankinn danski finnur fyrir bankakreppunni í Danmörku eins og aðrir smærri bankar þar í landi. Hagnaður FIH, sem er í eigu Kaupþings, minnkaði um nær helming á fyrstu sex mánuðum ársins.

Samkvæmt frétt í blaðinu Börsen varð hagnaður bankans á fyrri helming ársins 361 milljón dkr. en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 644 milljón dkr.

Stjórn bankans er þó bjartsýn á seinni helming ársins og sér ekki ástæðu til að breyta væntingum sínum um að hagnaður ársins nemi 800 til 1.000 milljónum dkr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×