Viðskipti erlent

Skipta út bensínhákum fyrir vespur og smábíla vegna eldsneytisverðs

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Fréttablaðið

Það er víðar en á Íslandi sem menn hafa brugðist við hækkandi bensínverði með því að velja ódýrari fararkosti.

Þannig er greint frá því á viðskiptasíðunni Bloomberg að starfsmenn í stórum fyrirtækjum í Silicon-dalnum í Kaliforníu hafi í auknum mæli skipt út sportbílum og bensínhákum fyrir vespur, tveggja sæta Smart-bíla og blendingsbíla. Þá hafa starfsmennirnir í auknum mæli nýtt sér almenningssamgöngur til þess að komast til vinnu.

Eldsneytistverð í Kaliforníu er það þriðja hæsta í ríkjum Bandaríkjanna og hefur það hækkað um 40 prósent frá því á sama tíma í fyrra.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×