Viðskipti erlent

Northern Rock tapaði um 90 milljörðum á fyrri helmingi ársins

Mikil skelfing greip um sig meðal viðskiptavina Northern Rock í fyrra þegar fréttist af miklum erfiðleikum hans.
Mikil skelfing greip um sig meðal viðskiptavina Northern Rock í fyrra þegar fréttist af miklum erfiðleikum hans. MYND/AP

Breski bankinn Northern Rock tapaði tæplega 590 milljónum punda, jafnvirði um 90 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag.

Stærsta hluta tapsins má rekja til erfiðleika í tengslum við undirsmálslánakreppuna á bandaríska húsnæðismarkaðnum og riðaði bankinn til falls í fyrra. Hann var hins vegar þjóðnýttur í febrúar síðastliðnum og lánaði Englandsbanki honum umtalsverðar fjárhæðir.

Hluta þeirra fjárhæðar hefur bankinn endurgreitt en breska ríkið mun engu að síður hlaupa undir bagga með honum og lána honum um þrjá milljarða punda á næstunni, eða um 450 milljarða króna.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×