Viðskipti erlent

Deutsche Postbank hagnaðist um 15 milljarða

Deutsche Postbank. Mynd/ AFP
Deutsche Postbank. Mynd/ AFP

Hagnaður Deutsche Postbank, stærsta viðskiptabanka Þýskalands, var lítillega yfir væntingum markaðarins á fyrri helmingi ársins. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir evra, eða um 15 milljarða króna.

Í Hálf-fimm fréttum Kaupþings segir að afkoman hafi verið fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra og skýrist samdrátturinn af auknum afskriftum. Alls hafi bankinn fært niður verðbréf um 143 milljónir evra.

Samkvæmt því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum náum hreinar vaxtatekjur Deutsche Postbank 622 milljónum evra sem var töluvert umframt væntingar. Hlutabréf bankans hækkuðu um 3,6% í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×