Fleiri fréttir

Century Aluminium skilar tapi

Bandaríski álframleiðandinn Century Aluminium skilaði 2,3 milljón dollara tapi á öðrum ársfjórðungi eða sem svarar 187 milljónum íslenskra króna. Það er töluvert betri afkoma í samanburði við annan ársfjórðung árið 2007 þegar félagið skilaði 60,7 milljón dollara tapi.

Moskva er dýrasta borg í heimi

Moskva er í efsta sæti á lista yfir þær borgir þar sem dýrast er að búa. Þetta er í þriðja sinn sem Moskva toppar listann, sem tekinn er saman af fyrirtækinu Mercer.

Kvartað undan slæmum vinnuaðstæðum á D'Angleterre

Vinnuaðstæður við lúxushótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn eru nú svo slæmar að danska vinnueftirlitið hefur skikkað eigendur hótelsins til þess að ráða sérstakan ráðgjafa til að ráða bót á ástandinu.

Rowling með hæstu tekjurnar meðal fræga fólksins

Rithöfundurinn JK Rowling er með hæstu tekjurnar meðal fræga fólksins. Samkvæmt lista Forbes tímaritsins þénaði Rowling 150 milljónir punda eða sem svarar rúmlega 23 milljörðum kr. á síðasta ári.

Nauðungarsölur fasteigna ná til Beverly Hills

Niðursveiflan á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum hefur nú náð til ríkustu þegna landsins. Umtalsverð fjölgun hefur orðið á nauðungarsölum á stöðum eins og Beverly Hills og Malibu í Kaliforníu.

Olíuverðið komið undir 126 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er nú komið undir 126 dollara á tunnuna í New York. Hefur verðið því lækkað um 15% frá því það náði hámarki þann 11. júlí og fór í rúmlega 147 dollara.

Morten Lund segist við stjórn og biðst afsökunar

Morten Lund meirihlutaeigandi Nyhedsavisen segir að hann sé enn við stjórn útgáfunnar þrátt fyrir tilkomu nýs fjárfestis að útgáfunni. Lund hefur jafnframt beðist afsökunar á því hve óvissan um framtíð félagsins hefur dregist á langinn.

Önnur vítamínsprauta í hagkerfi BNA

Demókratar á Bandaríkjaþingi hyggja á frekari aðgerðir til að örva bandarískt efnahagslíf. Nancy Pelosi, forseti Bandaríkjaþings, sagðist vona að þingið gæti afgreitt lög um 50 milljarða dollara efnahagsörvun fyrir kosningar í haust.

Druslurnar vinsælar

Eflaust eru margir sem halda að minni líkur séu á stuldi á eldri bílum, en svo er ekki í Bandaríkjunum. Honda Civic árgerð 1995 er á toppnum yfir vinsælustu bíla meðal þjófa árið 2007 og fylgir Honda Accord árgerð 1991 í kjölfarið.

Til bjargar Starbucks

Mörgum fastagestum kaffihúsakeðjunnar Starbucks varð brugðið þegar þeir sáu að loka átti „þeirra“ Starbucks-kaffihúsi. Einhverjir viðskiptavinir kaffihúsakeðjunnar hafa því skipulagt herferðir og dreift undirskriftalistum til að fá stjórnendur fyrirtækisins til að endurskoða ákvörðun sína.

Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna

Fjárhagsvandræði bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, enda eru þeir tvær af mikilvægustu stoðum bandarísks fjármálalífs.

Hróarskelda í hættu

Svo kann að fara að Hróarskelduhátíðin verði fórnarlamb lánsfjárkreppunnar. Esben Danielsen, talsmaður tónlistarhátíðarinnar, segir í viðtali við danska dagblaðið Roskilde að tónleikahaldarar eigi „tugi milljóna“ inni á bankareikningi hjá Roskilde-bankanum, sem tekinn var til greiðslustöðvunar fyrr í mánuðinum.

Tvíbent uppgjör Apple

Hlutabréf í Apple lækkuðu eftir að uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung var birt. Félagið skilaði þrátt fyrir það meiri tekjuaukningu en áður var gert ráð fyrir.

Ráðamenn Alþjóðaviðskiptastofnuninnar hæfilega bjartsýnir á fundi í Genf

Ráðherrar og aðrir fyrirmenn 27 aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem nú funda í Genf eru ekki nema hæfilega bjartsýnir á árangur af fundum sínum, þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting úr mörgum áttum. Vesturlönd sækja ákaft á nýja markaði, svo sem í Kína, Brazilíu, Indlandi og víðar.

Nyhedsavisen öðlast framhaldslíf án Stoða

Hlutafé útgáfufélags hins danska Nyhedsavisen hefur verð aukið um 10 milljónir danskra króna, eftir því sem fram kemur á viðskiptavefnum business.dk. Þar með er eigið fé útgáfufélagsins orðið jákvætt.

Stjórn Nyhedsavisen sektuð vegna ársreiknings

Hver meðlimur stjórnar Nyhedsavisen þarf í dag að borga rúmlega 32 þúsund kr. sekt þar sem ársreikningur útgáfunnar var ekki lagður fram í gærdag. Ef reikningurirnn er ekki kominn í hús fyrir 1. ágúst hækkar sektin um 50%.

Ársreikningur Nyhedsavisen enn ekki kominn

Ársreikingur Nyhedsavisen hafði ekki borist Viðskipta- og félagaskráningu Danmerkur í hendur í morgun. Í gær var síðasti dagurinn til að senda reikinginn inn.

Vilja skera niður tolla um 60%

Evrópusambandið býðst til þess að skera niður landbúnaðartolla um 60%. Um þetta er meðal annars rætt á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf. Þar eru nú fulltrúar 35 ríkja samankomnir.

Bank of America skila betri afkomu en búist var við

Bank of America, stærsti viðskiptabanki Bandaríkjanna, hefur hækkað um allt að 10% í viðskiptum í New York í dag, eftir að tilkynnt var um að tekjur hefðu dregist saman um 41%, úr 5,76 milljörðum dala í 3,41 milljarða dala. Tap bankans á öðrum fjórðungi ársins 2008 er töluvert minna en gert hafði verið ráð fyrir.

Samkomulag um framtíð Nyhedsavisen í höfn

Blaðið Börsen segir frá því í dag að samkomulag hafi tekist milli Morten Lund og Stoðir Invest um framtíð Nyhedsavisen. Muni útgáfa blaðsins því halda áfram.

Stærsta sýningarhelgi vestanhafs frá upphafi

Batman-myndin nýja The Dark Night sló öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum um helgina en myndin var frumsýnd þar í landi á föstudag. Aðsóknin að Batman gerði þetta að stærstu sýningarhelginni frá upphafi.

Dark Knight slær öll met

Þeir brosa út af eyrum hjá Warner Brothers í dag því þá var það staðfest það sem aðeins það þeir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Frumsýningarhelgi Dark Knight lauk með þvi að myndin sló met Spiderman 3 frá því í fyrra yfir aðsóknarmestu opnunarhelgi sögunnar.

Segir markaðinn þurfa tvö ár

Win Bischoff, stjórnarformaður Citigroup, segir að húsnæðisverð í Bretlandi og í Bandaríkjunum muni halda áfram að lækka næstu tvö árin en það er sá tími sem hann segir að markaðurinn þurfi til þess að ná jafnvægi.

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í dag

Hlutabréf lækkuðu á Wall Street í dag og er ástæðan einna helst rakin til slæmrar stöðu tæknifyrirtækja. Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,3%, Dow Jones hækkaði um 0,4% og Standard og Poor fór upp um

Barbie ber sigurorð af Bratz í dómsalnum

Leikfangaframleiðandinn Mattel vann málaferli gegn MGA fyrirtækinu sem framleiðir Bratz dúkkurnar vinsælu. Dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði að hugmyndasmiðurinn að dúkkunum, Carter Bryant, hafi verið við störf hjá Mattel þegar hugmyndin að dúkkunum fæddist.

Tyrkir hækka vextina

Seðlabanki Tyrklands hækkaði stýrivexti sína um 0,50 prósentustig á mánudaginn í 16,5 prósent.. Stýrivextir eru nú hvergi hærri meðal þeirra ríkja sem hafa þróaða fjármálamarkaði, segir greining Glitnis.

Olía hækkar í verði

Verð á hráolíu hefur hækkað á heimsmarkaði í dag. Hráolía hækkaði um 2,1 prósent í dag í New York eða 2,75 dali á tunnu sem kostar nú 132 dollara. Brent-olía hækkaði um 2 prósent eða 2,62 dali og kostar tunnan 133,69 dollara.

Hlutabréf lækka í Evrópu og Asíu

Hlutabréfavísitölur lækkuðu í Evrópu og Asíu í gær. FTSE 100 lækkaði um 0,9 prósent og Nikkei 225 lækkaði um 0,7 prósent. Dow Jones hækkaði hins vegar um 1,85 prósent.

Mál Yahoo! og Microsoft í járnum

Tilraunir auðkýfingsins Carls Icahns til að kaupa hugbúnaðarfyrirtækið Yahoo! í samvinnu við Microsoft eru að margra mati orðnar að óskiljanlegri flækju.

Olíutunnan ekki lægri í sex vikur

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að falla og er nú komið undir 130 dollara á tunnuna. Hefur verðið ekki verið lægra í sex vikur.

Lausafjárkreppan ekki valdið jafnmiklum samdrætti eins og spáð var

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur lausafjárkreppuna í heiminum ekki hafa valdið jafn snarpri niðursveiflu og spáð var fyrir. Sjóðurinn telur að hagvöxtur í heiminum mun verða 4,1 prósent árið 2008 en spáin var í apríl 3,7 prósent. Það er þó enn minna en hinn 5 prósent hagvöxtur sem var 2007.

Mikil bjartsýni hjá Nokia

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia, sem er umsvifamesti farsímaframleiðandi heims, hagnaðist um 1,1 milljarð evra, jafnvirði um 134 milljarða íslenskra króna. Þetta er rétt um 60 prósenta samdráttur frá síðasta ári.

Coca-Cola rétt yfir væntingum

Hagnaður drykkjavöruframleiðandans Coca-Cola á öðrum ársfjórðungi nam1,42 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hann 1,85 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Áætlanir Sjælsö Gruppen um hagnað munu standast

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen í Danmörku stendur við fyrra álit sitt um að hagnaður félagsins í ár muni nema ríflega 12 milljörðum kr. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Afkoma JP Morgan yfir spám

Bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 154 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Afkoman var yfir væntingum fjármálasérfræðinga.

Gengi evrópskra banka á uppleið

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi.

Sjá næstu 50 fréttir