Viðskipti erlent

Shell græddi yfir 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma

Breska olíufélagið Shell skilaði álíka risahagnaði og BP á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaður Shell samsvarar því að félagið hafi grætt rúmlega 300 milljónir kr. á hverjum klukkutíma á tímabilinu.

Hagnaður Shell nam í heildina 4 milljörðum punda eða sem svarar til rúmlega 600 milljörðum kr. Hið háa olíuverð á heimsmarkaði er höfuðástæðan fyrir gífurlegum hagnaði félagsins en einnig mun umdeild vinnsla þeirra úr tjörusandi í Kanada hafa gefið mikið af sér.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×