Viðskipti erlent

FIH bankinn notar 160 milljarða kr, lánalínu hjá ATP

FIH bankinn danski, sem er í eigu Kaupþings, hefur þurft að nota 160 milljarða króna af lánalínu sem hann hefur hjá ATP stærsta lífeyrissjóði Danmerkur á fyrri helming þessa árs.

Bankinn gerði samkomulag við ATP fyrir hálfu öðru ári síðan um lánalínu upp á rúmlega 240 milljarða króna.

Fjallað er um málið í blaðinu Börsen í morgun og þar segir Lars Johansen forstjóri FIH að lánsfjárkreppan á alþjóðamörkuðum geri það að verkum að hagstæðara sé fyrir bankann að nýta sér lánalínuna í stað þess að sækjar sér lánsfé annarsstaðar.

Aðstoðarforstjóri ATP hefur ekki áhyggjur af því að FIH nýti sér svona stóran hlut af lánalínunni á skömmum tíma. FIH sé mjög traustur banki í þeirra augum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×