Válega horfir vogunarsjóðum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. júlí 2008 14:31 MYND/Valli Útkoma vogunarsjóða eftir júlímánuð gæti orðið sú versta í fimm ár í kjölfar þess að spár um þróun hlutabréfamarkaðarins og hráolíuverðs reyndust byggðar á sandi. Vísitala Hedge Fund Research Inc. sem heldur utan um 55 vogunarsjóði lækkaði um 3,2 prósent frá júlíbyrjun og þar til á fimmtudaginn sem er mesta lækkunin á einum mánuði síðan mælingar hófust árið 2003. Spár um lækkun hlutabréfa og byggingarvísitölu, sem alla jafna eru þeir flokkar sem hvað mest vægi hafa, brugðust þegar hlutabréf í Fannie Mae og Freddie Mac meira en tvöfölduðust í verði á sex dögum í júlí. Þessi heiti kunna að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir enda eru þau gælunöfn á The Federal National Mortgage Association (Fannie) og Federal Home Mortgage Corporation (Freddie). Þá fóru allar hráolíuverðspár í vaskinn þegar verðið á tunnu lækkaði um 15 prósent úr rúmum 145 bandaríkjadölum sem þá var metverð. „Hætt er við að allmargir sitji og sleiki sárin eftir að hafa gefið viðskiptavinum sínum skýrslu um júlímánuð," sagði Paul Meader hjá Corazon Capital Management, sem staðsett er á Channel-eyjum á Ermarsundi, og átti við verðbréfamiðlara um víðan vígvöll viðskiptalífsins. Bloomberg greindi frá. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Útkoma vogunarsjóða eftir júlímánuð gæti orðið sú versta í fimm ár í kjölfar þess að spár um þróun hlutabréfamarkaðarins og hráolíuverðs reyndust byggðar á sandi. Vísitala Hedge Fund Research Inc. sem heldur utan um 55 vogunarsjóði lækkaði um 3,2 prósent frá júlíbyrjun og þar til á fimmtudaginn sem er mesta lækkunin á einum mánuði síðan mælingar hófust árið 2003. Spár um lækkun hlutabréfa og byggingarvísitölu, sem alla jafna eru þeir flokkar sem hvað mest vægi hafa, brugðust þegar hlutabréf í Fannie Mae og Freddie Mac meira en tvöfölduðust í verði á sex dögum í júlí. Þessi heiti kunna að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir enda eru þau gælunöfn á The Federal National Mortgage Association (Fannie) og Federal Home Mortgage Corporation (Freddie). Þá fóru allar hráolíuverðspár í vaskinn þegar verðið á tunnu lækkaði um 15 prósent úr rúmum 145 bandaríkjadölum sem þá var metverð. „Hætt er við að allmargir sitji og sleiki sárin eftir að hafa gefið viðskiptavinum sínum skýrslu um júlímánuð," sagði Paul Meader hjá Corazon Capital Management, sem staðsett er á Channel-eyjum á Ermarsundi, og átti við verðbréfamiðlara um víðan vígvöll viðskiptalífsins. Bloomberg greindi frá.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira