Viðskipti innlent

Lands­björg inn­kallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma

Eiður Þór Árnason skrifar
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Slysavarnafélagið stendur nú fyrir flugeldasölu um allt land.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Slysavarnafélagið stendur nú fyrir flugeldasölu um allt land. Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hafið innköllun á Rakettupakka 2 og tekið hann úr sölu eftir að ábendingar bárust í kvöld um að sumar raketturnar í þeim væru gallaðar. Prófanir sýni að einhverjar þeirra springi of snemma.

Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki vegna gallans, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

„Það voru gerðar tilraunir á ansi mörgum og við sáum að þessi hringing átti við rök að styðjast. Það voru of margar sem voru að springa of snemma. Þannig við ákváðum að taka þetta úr sölu.“ 

Pakkinn sem um ræðir inniheldur fjórar rakettur.Landsbjörg

Í tilkynningu til fjölmiðla er fólk sem hefur keypt Rakettupakka 2 hvatt til að koma með hann á næsta sölustað og skipta út fyrir aðra vöru. Hægt verði að skipta pakkanum út á morgun þar til sölustaðir loki og þegar þeir opni aftur fyrir þrettándann.

„Slysavarnafélaginu Landsbjörg þykir miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þarf alltaf að vera í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×