Viðskipti erlent

Fjárfestingarsjóður bjargar Nyhedsavisen

Það er fjárfestingarsjóðurinn Draper Fisher Jurvetson sem fjárfest hefur í útgáfufélagi Nyhedsavisen. Á móti hafa Stoðir Invest minnkað hlut sinn úr 49% og niður í 15%.

Draper Fisher er einn af stærstu fjárfestingasjóðum heimsins og nema útistandandi fjárfestingar hans nú hátt í 500 milljörðum króna. Meðal þess sem Draper Fisher hefur fjárfest í má nefna Skype og Hotmail.

Talsmaður sjóðsins segir að þeir séu stoltir af því að hafa fjárfest í félagi Morten Lund sem áfram verður meirihlutaeigandi Nyhedsavisen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×