Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

Frá New York. MYND/AFP
Frá New York. MYND/AFP

Atvinnuleysi jókst í Bandaríkjunum í júlí og hefur ekki verið meira í 4 ár. Atvinnuleysi mælist nú 5,7% og hækkaði um 0,2 prósentustig frá síðasta mánuði og alls um 0,7 prósentustig frá aprílmánuði. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Atvinnuleysi hefur ekki aukist jafn mikið á þremur mánuðum síðan 2002. Störfum fækkaði um 51 þúsund sem er jafn mikil fækkun og í júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×