Viðskipti erlent

Rætt um samruna British Airways og American Airlines

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur flugfélaga hefur gengið illa hvarvetna í heiminum. Mynd/ AFP.
Rekstur flugfélaga hefur gengið illa hvarvetna í heiminum. Mynd/ AFP.

Talsmenn breska flugfélagsins Brithis Airways segjast vongóðir um að samruni við American Airlines flugfélagið geti gengið í gegn innan fárra vikna. Samningaumleitanir félaganna eiga sér stað á sama tíma og viðræður standa yfir um sameiningu British Airways og spænska flugfélagsins Iberia.

Eldsneytiskotnaður hefur náð methæðum að undanförnu og tekjur flugfélaga í heiminum hafa dregist saman. Flugfélög þurfa því að leita leiða til þess að draga úr kostnaði.

Hagnaður British Airways dróst saman um 88% á öðrum ársfjórðungi og talsmenn félagsins segja að tímabilið hafi verið það versta í sögu flugfélagsins. Talsmenn félagsins segja jafnframt að flugferðum verði fækkað um 3% í vetur.

BBC greindi frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×