Viðskipti erlent

Enn lækkar olíuverðið

MYND/AP

Verðið á olíutunnunni lækkaði enn við opnun markaða í dag og hefur verðið ekki verið lægra í þrjá mánuði. Verðið á tunnu fór niður í 118 dollara en hefur hækkað örlítið það sem af er degi.

Lækkunin í dag er í framhaldi af lækkun gærdagsins en hún útskýrist af því að minnkandi líkur eru á því að óveður á Mexíkóflóa hafi áhrif á framleiðsluna á svæðinu.

Sérfræðingar spá því að framhald verði á lækkunum og að tunnan fari jafnvel niður fyrir 100 dollara fyrir ágústlok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×