Viðskipti erlent

Svartsýni í Þýskalandi

Angela Merkel er kanslari Þýskalands. MYND/AFP
Angela Merkel er kanslari Þýskalands. MYND/AFP

Þýskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni í fimm ár ef marka má nýjustu mælingu væntingavísitölu þar í landi. Í júlí féll vísitalan niður í 2,1 stig sem er lægsta gildi vísitölunnar síðan í júní 2003. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Vöxtur verðlags hefur verið mikill og hraður í Evrópu að undanförnu og hefur Þýskaland ekki farið varhluta af þeirri þróun. Verðbólga mældist 3,4% í Þýskalandi í júní og hefur vaxandi verðbólga dregið úr kaupmætti.

Atvinnuleysi í Þýskalandi mælist nú 7,8% og hefur ekki verið lægra í 16 ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×