Viðskipti erlent

Uppreisnarmenn í Nígeríu kynda undir olíuverðinu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um dollar í morgun og er tunnan aftur komin yfir 124 dollara. Það er árásir uppreisnarmanna í Nígeríu sem valda þessari hækkun.

Heimsmarkaðsverð á olíu fór niður undir 123 dollara á tunnuna fyrir helgina og hafði þá ekki verið lægra í sjö vikur. En Adam var ekki lengi í Paradís.

Um helgina réðust uppreisnarmenn í Nígeríu á tvær stórar olíuleiðslur í eigu Shell og eyðilögðu þær. Við þessar fréttir fór olíuverðið að hækka aftur og stendur tunnan nú í 124,50 dollurum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×