Viðskipti erlent

Gjensidige eykur hlut sinn í Storebrand

Frá Osló í Noregi. Stórþingið.
Frá Osló í Noregi. Stórþingið.

Gjensidige Forsikring í Noregi hefur aukið hlut sinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand upp í rúm 15% eða um ríflega fimm prósent. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Gjensidige, sem er tryggingafélag, nýtti sér heimild frá norskum fjármálayfirvöldum til að fara yfir 10% hlut. Bæði Gjensidige og Kaupþing, stærsti hluthafinn í Storebrand, fengu í mars á seinasta árai heimild norska fjármálaeftirlitsins til þess að fara upp í 20%. Í kjölfarið jók Kaupþing við hlut sinn upp og fer nú með fimmtungshlut. Gjensidige hefur hins vegar beðið átekta allt þar til nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×