Viðskipti erlent

Verðbólga í Danmörku ekki meiri í nærri 20 ár

Danir finna fyrir vaxandi verðbólgu í buddunni sinni.
Danir finna fyrir vaxandi verðbólgu í buddunni sinni.

Það er víðar en á Íslandi sem verðbólgan mælist í hæstu hæðum því greint er frá því í dönskum miðlum að verðbólga þar í landi hafi ekki verið hærri í nærri 20 ár, eða frá árinu 1989.

Verðbólgan mælist nú fjögur prósent í Danmörku þegar miðað er við síðustu tólf mánuði en til samanburðar er verðbólgan nærri 14 prósent hér á landi. Fram kemur í tölum Hagstofu Danmerkur að matarverð þar í landi hafi hækkað um rúm tíu prósent frá áramótum og eru það aðallega nauðsynjavörur eins og brauð og annað kornmeti ásamt mjólkurvörum sem hafa hækkað.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×