Fleiri fréttir

Ráðin starfsmannastjóri WOW

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri WOW air. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi 2003-2006 á hag- og upplýsingasviði og sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins. Guðrún var starfsmaður Nova frá stofnun og tók þátt í uppbyggingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Frá árinu 2007 starfaði hún sem markaðsstjóri Nova. Guðrún sat í stjórn Ímark 2011-2012.

Gera athugasemd við ákvörðun ESA

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert athugasemdir við þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, að hefja formlega rannsókn á framkvæmd laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

Landsbréf stofna 8,5 milljarða sjóð

Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum framtakssjóði, Horni II slhf. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum, segir í tilkynningu frá sjóðnum. Stærð Horns II er ríflega 8,5 milljarðar króna sem þýðir að félagið hefur mjög mikla fjárfestingagetu og ætti að geta látið mikið að sér kveða í íslensku atvinnulífi næstu árin.

Stærsta afborgun í sögu Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur fékk í fyrsta sinn frá bankahruni tæplega þriggja milljarða króna lán frá erlendum banka. Forstjórinn segir þessi tíðindi til marks um að endurskipulagning fyrirtækisins sé á réttri leið og bjartari tímar framundan.

Lítið dregur úr vanskilum fyrirtækja

Fjöldi og hlutfall fyrirtækja á vanskilaskrá hefur lækkað óverulega sl. mánuði. Nú eru um 6.300 eða um 17% fyrirtækja á vanskilaskrá sem er sambærileg staða og í maí árið 2011. Sömu þróun má sjá ef skoðað er 6 mánaða meðaltal í fjölda og hlutfalli fyrirtækja inn og út af vanskilaskrá.

Væntingar íslenskra neytenda breytast lítið

Lítil breyting varð á væntingum íslenskra neytenda á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar á milli mars og apríl síðastliðins. Þetta má ráða af Væntingavísistölu Capacent Gallup sem birt var nú í morgunsárið.

Heildareignir föllnu bankanna 2.750 milljarðar

Heildareignir föllnu bankanna, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis eru bókaðar á 2.750 milljarða króna. Þessi upphæð samsvarar 161% af landsframleiðslu Íslands í fyrra.

Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega

Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega frá falli fjármálakerfisins árið 2008. Í lok mars 2013 námu vanskil einstaklinga 13,2% og vanskil lögaðila 22,8%,5 en vanskil hjá sjóðnum voru innan við 2% í ársbyrjun 2008.

Atvinnulausum fækkaði á fyrsta fjórðungi

Atvinnulausum fækkaði um 2400 á fyrsta ársfjórðungi miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 800 og atvinnulausum körlum um 1.600. Starfandi konum og körlum fjölgaði á þessu tímabili um 4.100.

Vöruskiptin 7,5 milljörðum hagstæðari en í fyrra

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpa 156,3 milljarða króna en inn fyrir 130,6 milljarða króna. 25,6 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 18,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Reuters: Hætta á einangrun Íslands föstu í gjaldeyrishöftum

Í ítarlegri greiningu á Reuters um niðurstöðu kosninganna á Íslandi segir að sigur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins feli í sér hættu á að Ísland einangrist og festist í gjaldeyrishöftunum til lengri tíma. Þetta sé vegna þess að þessir tveir flokkar hafi það á stefnuskrá sinni að hætta við aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Nýr sjóður til að efla íslenska tónlist erlendis

Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutning tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þúsund krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna.

Tæplega 28 þúsund í alvarlegum vanskilum

Tæplega tuttugu og áttaþúsund manns eru í alvarlegum vanskilum að því er fram kemur í nýjum tölum frá Credit Info. Vanskil einstaklinga hafa aldrei verið meiri en nú ef litið er aftur til ársins 2006 en heldur hefur dregið úr þeim hjá fyrirtækjum.

Húsnæðisverð á landsbyggðinni rauk upp í kosningamánuðinum

Óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni í mælingu Hagstofu er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun VNV nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%.

Afkoma Rangárþings versnar milli ára

Tæplega 38 milljóna kr. afgangur var af rekstri Rangárþings (A og B hluta) á síðasta ári. Þetta er töluvert verri afkoma en árið áður þegar tæplega 121 milljón kr. afgangur var á rekstrinum.

Promens opnar verksmiðju í Kína

Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, undirritaði samkomulag við borgaryfirvöld við Taicang fyrr í mánuðinum um opnun nýrrar plastframleiðslu, að viðstaddri Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína. Undirritunin fór fram 15. apríl, á sama tíma og Íslendingar undirrituðu fríverslunarsamning við kínversk stjórnvöld. Það er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem Kínverjar undirrita við vestrænt ríki.

Einn stærsti farmur ársins af frystri loðnu

Flutningaskipið Green Guatemala liggur í höfninni í Neskaupstað og lestar frysta loðnu sem fer til Svartahafsins. Um er að ræða eina stærstu útskipun ársins en skipið mun taka 5.000 tonn.

Innistæða fyrir verulegri lækkun á innfluttum vörum

Greining Íslandsbanka segir að miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verði fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum.

Stoðir selja hlut sinn í TM fyrir 4,4 milljarða

Stoðir hafa selt allan hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að salan hafi átt sér stað klukkan 16.00 á föstudag.

Vöruverð hækkar þrátt fyrir styrkingu krónunnar

ASÍ veltir þeirri spurningu fyrir sér af hverju verð á innfluttum vörum hafi ekki lækkað þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst um 11% frá áramótum. Þvert á móti hafa innfluttar hækkað um 2,5% frá því í janúarmánuði.

HB Grandi og Valka sömdu um kaup á nýrri beinskurðarvél

HB Grandi og Valka undirrituðu á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku kaupsamning á nýrri röntgenstýrðri beinaskurðarvél en þetta er fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum sem er ætluð til skurðar á þorskflökum.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram

Alls voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í marsmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 221, sem er tæplega 38% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 354 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Verðbólgan í apríl mælist 3,3%

Ársverðbólgan mælist 3,3% í apríl og minnkar um 0,6 prósentur frá fyrra mánuði. Þetta er töluvert frá spám sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir að verðbólan myndi minnka í 2,9% til 3,0%.

Sjálfbært frumkvöðlasamfélag

Startup Iceland og Nasdaq Omx Iceland hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að kauphöllin verður fjárhagsleglur bakhjarl ráðstefnunarinnar í ár.

Hertar reglur um útblástur brennisteinsvetnis taka gildi

Beiðni orkufyrirtækja um frestun á hertum reglum vegna útblásturs brennisteinsvetnis var hafnað. Orkuveitan ræðst ekki í byggingu Hverahlíðarvirkjunar fyrr en mengunarvandi á Hellisheiðarvirkjunar er leystur.

Ósætti vegna nýs formanns lífeyrissjóðs

Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur verið skipuð stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fráfarandi formaður sjóðsins segir það nýja stefnu að fá svo pólitíska manneskju inn í stjórnina.

Verðhrun á grásleppuhrognum

Þrátt fyrir að grásleppuveiðin skili aðeins helmingi þess sem veitt var í fyrra er meðalverð á mörkuðum 39% lægra en það var í fyrra.

Kjarabætur að mestu horfnar

Á síðasta aldarfjórðungi hefur kaupmáttur launa aukist um 25 til 30 prósent en laun hafa hækkað um 355 prósent. "Mismunurinn á þessu tvennu er verðbólga,“ segir í nýrri umfjöllun í efnahagsritinu Vísbendingu.

Þjónar 300 milljónum notenda

Advania gekk í gær frá samningi við norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software um stóraukin umsvif Opera í Advania Thor-gagnaverinu í Hafnarfirði.

Opera stóreykur umsvif sín

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software hefur undirritað nýjan samning við Advania vegna umsvifa fyrirtækisins í gagnaveri Advania í Hafnarfirði.

Dauður landbúnaðarsjóður notaður í varnargirðingar

Undirritað hefur verið samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til. Stærstum hluta fjárins verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfársjúkdóma.

Eimskip semur um verðlækkun á tveimur skipum í Kína

Eimskip hefur samið við skipasmíðastöð í Kína um verðlækkun á tveimur skipum sem þar eru í smíðum fyrir félagið. Alls mun verð þeirra lækka um 10 milljónir dollara eða tæplega 1,2 milljarða kr.

Sjá næstu 50 fréttir