Viðskipti innlent

Ráðin starfsmannastjóri WOW

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Einarsdóttir er starfsmannastjóri WOW.
Guðrún Einarsdóttir er starfsmannastjóri WOW.
Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri WOW air. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi 2003-2006 á hag- og upplýsingasviði og sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins. Guðrún var starfsmaður Nova frá stofnun og tók þátt í uppbyggingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Frá árinu 2007 starfaði hún sem markaðsstjóri Nova. Guðrún sat í stjórn Ímark 2011-2012. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×