Viðskipti innlent

Atvinnulausum fækkaði á fyrsta fjórðungi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnulausum fækkaði um 2400 á fyrsta ársfjórðungi miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 800 og atvinnulausum körlum um 1.600. Starfandi konum og körlum fjölgaði á þessu tímabili um 4.100, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Á fyrsta ársfjórðungi voru að meðaltali 10.300 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,1% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Fjöldi starfandi á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var 167.900 manns eða 74,3% af mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var 76,4% og starfandi kvenna 72,2%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×